41. fundur
velferðarnefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn mánudaginn 15. febrúar 2021 kl. 09:00


Mætt:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:00
Sara Elísa Þórðardóttir (SEÞ), kl. 09:00
Sigríður Á. Andersen (SÁA) fyrir Ásmund Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:00

Nefndarritari: Ívar Már Ottason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Frestað.

2) 424. mál - slysatryggingar almannatrygginga Kl. 09:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Elsu B. Friðfinnsdóttur, Önnu Birgit Ómarsdóttur og Aðalbjörgu Guðmundsdóttur frá heilbrigðisráðuneyti, Magnús M. Norðdahl frá Alþýðusambandi Íslands og Erling Daða Emilsson frá Fulltingi lögmannsstofu.

3) Aðbúnaður og meðferð fullorðins fatlaðs fólks með þroskahömlun og fullorðinna með geðrænan vanda Kl. 10:00
Nefndin fjallaði um málið.

4) Önnur mál Kl. 10:20
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:20