43. fundur
velferðarnefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn mánudaginn 22. febrúar 2021 kl. 09:00


Mætt:

Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:00
Sara Elísa Þórðardóttir (SEÞ), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:00

Nefndarritari: Ívar Már Ottason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Frestað.

2) 424. mál - slysatryggingar almannatrygginga Kl. 09:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Halldóru Jóhannesdóttur og Þóri Ólason frá Tryggingastofnun.

3) 457. mál - sjúklingatrygging Kl. 09:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ólaf Baldursson, Magnús Gottfreðsson og Torfa Magnússon frá Landspítala.

4) 456. mál - aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum Kl. 10:00
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 10. mars og að Ólafur Þór Gunnarsson yrði framsögumaður þess.

5) 452. mál - málefni innflytjenda Kl. 10:00
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 10. mars og að Halla Signý Kristjánsdóttir yrði framsögumaður þess.

6) 131. mál - framleiðsla innrennslisvökva til notkunar í lækningaskyni Kl. 10:00
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 10. mars og að Ólafur Þór Gunnarsson yrði framsögumaður þess.

7) 133. mál - 40 stunda vinnuvika Kl. 10:00
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 10. mars og að Anna Kolbrún Árnadóttir yrði framsögumaður þess.

8) Önnur mál Kl. 10:10
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:10