44. fundur
velferðarnefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn þriðjudaginn 23. febrúar 2021 kl. 09:00


Mætt:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:00
Sara Elísa Þórðardóttir (SEÞ), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:00

Nefndarritari: Ívar Már Ottason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Frestað.

2) Málefni talmeinafræðinga Kl. 09:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Kristínu Th. Þórarinsdóttur og Ragnheiði Dagnýju Bjarnadóttur frá Félagi talmeinafræðinga á Íslandi.

3) Málefni sjúkraþjálfara Kl. 09:40
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Unni Pálsdóttur, Harald Sæmundsson, Gunnlaug Má Briem og Auði Ólafsdóttur frá Félagi sjúkraþjálfara.

4) Málefni hjúkrunarheimila á vegum sveitarfélaga Kl. 10:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra Vestmannaeyjabæjar, Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra Akureyrarbæjar og Matthildi Ásmundardóttur bæjarstjóra Sveitarfélagsins Hornafjarðar.

5) 343. mál - lífsýnasöfn og söfn heilbrigðisupplýsinga og vísindarannsóknir á heilbrigðissviði Kl. 11:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sunnu Snædal, Þórunni Halldórsdóttur og Guðrúnu Lilju Kvaran frá Vísindasiðanefnd, Guðrúnu Kristínu Guðfinnsdóttur frá Embætti landlæknis og Ólaf Baldursson, Magnús Gottfreðsson, Torfa Magnússon og Bjarna A. Agnarsson frá Landspítala.

6) Önnur mál Kl. 12:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00