47. fundur
velferðarnefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn mánudaginn 8. mars 2021 kl. 09:00


Mætt:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:00
Sara Elísa Þórðardóttir (SEÞ), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:00

Nefndarritari: Ívar Már Ottason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Frestað.

2) Málefni hjúkrunarheimila á vegum sveitarfélaga Kl. 09:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Karl Björnsson, Tryggva Þórhallsson og Valgerði Freyju Ágústsdóttur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

3) Aðbúnaður og meðferð fullorðins fatlaðs fólks með þroskahömlun og fullorðinna með geðrænan vanda Kl. 10:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Friðrik Sigurðsson og Bryndísi Snæbjörnsdóttur frá Landssamtökunum Þroskahjálp og Héðinn Unnsteinsson frá Geðhjálp.

4) 191. mál - skipun starfshóps um rétt til að annast veikt eða slasað barn Kl. 10:40
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 23. febrúar og að Ólafur Þór Gunnarsson yrði framsögumaður þess.

5) 233. mál - starfskjör launafólks og skyldutrygging lífeyrisréttinda Kl. 10:40
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 23. febrúar og að Anna Kolbrún Árnadóttir yrði framsögumaður þess.

6) 561. mál - Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Kl. 10:40
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 23. febrúar og að Halla Signý Kristjánsdóttir yrði framsögumaður þess.

7) 324. mál - brottfall aldurstengdra starfslokareglna Kl. 10:40
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 23. febrúar og að Helga Vala Helgadóttir yrði framsögumaður þess.

8) 346. mál - samræmd niðurgreiðsla hjálpartækja fyrir heyrnar- og sjónskert börn Kl. 10:40
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 23. febrúar og að Halla Signý Kristjánsdóttir yrði framsögumaður þess.

9) 395. mál - uppbygging geðsjúkrahúss Kl. 10:40
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 23. febrúar og að Helga Vala Helgadóttir yrði framsögumaður þess.

10) 164. mál - málefni aldraðra Kl. 10:40
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 23. febrúar og að Ólafur Þór Gunnarsson yrði framsögumaður þess.

11) Önnur mál Kl. 11:00
Nefndin fjallaði um trúnað á nefndarfundum.

Ólafur Þór Gunnarsson, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Halla Signý Kristjánsdóttir og Vilhjálmur Árnason lögðu fram eftirfarandi bókun.

Það er afar mikilvægt að trúnaður ríki á nefndarfundum, og að nefndir fylgi þingsköpum þar að lútandi sem og í öðru. Gegnsæi í störfum þingnefnda snýst ekki um að flytja fréttir eða túlka trúnaðarsamtöl sem fram fara á nefndarfundum. Gestir og nefndarmenn verða að geta treyst því að trúnaður ríki til að upplýsingamiðlun og upplýsingaöflun geti farið fram á fundunum.

Fundi slitið kl. 11:00