46. fundur
velferðarnefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn þriðjudaginn 2. mars 2021 kl. 09:00


Mætt:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:00
Sara Elísa Þórðardóttir (SEÞ), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:00

Nefndarritari: Ívar Már Ottason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Frestað.

2) 457. mál - sjúklingatrygging Kl. 09:00
Nefndin ákvað að afgreiða málið til annarrar umræðu. Helga Vala Helgadóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Guðmundur Ingi Kristinsson, Halla Signý Kristjánsdóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir og Vilhjálmur Árnason rita undir nefndarálit, þar af Anna Kolbrún Árnadóttir og Guðmundur Ingi Kristinsson með fyrirvara sem þau hyggjast gera grein fyrir í ræðu.

3) 159. mál - stéttarfélög og vinnudeilur Kl. 09:20
Nefndin fjallaði um málið.

4) Aðbúnaður og meðferð fullorðins fatlaðs fólks með þroskahömlun og fullorðinna með geðrænan vanda Kl. 10:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Þórhall Vilhjálmsson og Laufeyju Helgu Guðmundsdóttur frá lagaskrifstofu Alþingis.

5) 354. mál - samþætting þjónustu í þágu farsældar barna Kl. 10:30


6) 355. mál - Barna- og fjölskyldustofa Kl. 10:30


7) 356. mál - Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála Kl. 10:30


8) 424. mál - slysatryggingar almannatrygginga Kl. 10:30
Nefndin fjallaði um málið.

9) 343. mál - lífsýnasöfn og söfn heilbrigðisupplýsinga og vísindarannsóknir á heilbrigðissviði Kl. 10:30
Nefndin fjallaði um málið.

10) 452. mál - málefni innflytjenda Kl. 10:30
Nefndin fjallaði um málið.

11) 456. mál - aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum Kl. 10:30
Nefndin fjallaði um málið.

12) Önnur mál Kl. 10:30
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:30