48. fundur
velferðarnefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn þriðjudaginn 9. mars 2021 kl. 09:00


Mætt:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:00
Sara Elísa Þórðardóttir (SEÞ), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:00

Nefndarritari: Ívar Már Ottason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Frestað.

2) Spilafíkn og áhrif á líf og fjölskyldu - Meðferðarúrræði og stefna stjórnvalda Kl. 09:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sveinbjörn Kristjánsson og Dóru Guðrúnu Guðmundsdóttur frá Embætti landlæknis, Svein Kristjánsson og Kristínu S. Hjálmtýsdóttur frá Rauða krossi Íslands, Þór Þorsteinsson og Otta Rafn Sigmarsson frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu, Bryndísi Hrafnkelsdóttur og Eyvind G. Gunnarsson frá Happdrætti Háskóla Íslands, Ölmu Hafsteins frá Samtökum áhugafólks um spilafíkn, Einar Hermannsson, Valgerði Rúnarsdóttur, Ingunni Hansdóttur og Pál Heiðar Jónsson frá Samtökum áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann og Ögmund Jónasson.

3) 458. mál - almannatryggingar Kl. 12:00
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 23. febrúar og að Sara Elísa Þórðardóttir yrði framsögumaður þess.

4) 563. mál - réttindi sjúklinga Kl. 12:00
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 23. febrúar og að Ólafur Þór Gunnarsson yrði framsögumaður þess.

5) Önnur mál Kl. 12:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00