71. fundur
velferðarnefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn miðvikudaginn 19. maí 2021 kl. 09:00


Mætt:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:59
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:00
Olga Margrét Cilia (OC) fyrir Halldóru Mogensen (HallM), kl. 09:00

Lilja Rafney Magnúsdóttir vék af fundi kl. 10:32.

Vilhjálmur Árnason var fjarverandi.

Nefndarritari: Þuríður Benediktsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:01
Fundargerð 70. fundar var samþykkt.

2) Staðan á öryggis og réttargeðdeild Landspítalans Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ölmu Möller og Jóhann M. Lenharðsson frá Embætti landlæknis.

3) Væntanleg skýrsla um Landakot Kl. 09:07
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ölmu Möller og Jóhann M. Lenharðsson frá Embætti landlæknis.

4) Flutningur lífsýna til greiningar erlendis Kl. 09:28
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðrúnu Kr. Guðfinnsdóttur og Sigríði Haralds. Elínardóttur frá Embætti landlæknis.

5) 645. mál - lýðheilsustefna Kl. 09:53
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Dóru Guðrúnu Guðmundsdóttur og Gígju Gunnarsdóttur frá Embætti landlæknis og Ingibjörgu Loftsdóttur og Jónínu Waagfjord frá Virk - starfsendurhæfingasjóði.

6) Aðbúnaður og meðferð fullorðins fatlaðs fólks með þroskahömlun og fullorðinna með geðrænan vanda Kl. 10:20
Nefndin ræddi málið.

Nefndin ákvað að flytja skýrslu með þingsályktunartillögu um aðbúnað og meðferð fullorðins fatlaðs fólks með þroskahömlun og fullorðinna með geðrænan vanda.

7) 596. mál - sérstök þróunaráætlun og tilraunaverkefni fyrir ræktun lyfjahamps og notkun kannabislyfja í lækningaskyni Kl. 10:27
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með 2 vikna frest og að Ásmundur Friðriksson yrði framsögumaður þess.

8) 720. mál - ný velferðarstefna fyrir aldraða Kl. 10:27
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með 2 vikna frest og að Helga Vala Helgadóttir yrði framsögumaður þess.

9) Önnur mál Kl. 10:27
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fundi slitið kl. 10:37