74. fundur
velferðarnefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn miðvikudaginn 26. maí 2021 kl. 09:05


Mætt:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:05
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:05
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:05
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:05
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:05
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:05
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:05
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:05
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:05

Ásmundur Friðriksson vék af fundi kl. 10:56.

Vilhjálmur Árnason var fjarverandi.

Nefndarritari: Þuríður Benediktsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Frestað.

2) 748. mál - fjöleignarhús Kl. 09:05
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Stefán Vilbergsson, Steinunni Valbjörnsdóttur og Þuríði Hörpu Sigurðardóttur frá Öryrkjabandalagi Íslands.

3) 644. mál - ávana- og fíkniefni Kl. 09:26
Nefndin fjallaði um málið.

4) 561. mál - Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Kl. 09:37
Nefndin fjallaði um málið.

5) 452. mál - málefni innflytjenda Kl. 09:58
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Lindu Rós Alfreðsdóttur og Halldóru Dröfn Gunnarsdóttur frá Félagsmálaráðuneytinu.

Tillaga um afgreiðslu málsins frá nefndinni án nefndarálits var samþykkt af Helgu Völu Helgadóttur, Ólafi Þór Gunnarssyni, Ásmundi Friðrikssyni, Guðmundi Inga Kristinssyni, Höllu Signý Kristjánsdóttur og Lilju Rafney Magnúsdóttur.

6) 645. mál - lýðheilsustefna Kl. 10:16
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Þóru Jónsdóttur frá Barnaheill og Guðjón Bragason og Bryndísi Gunnlaugsdóttur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

7) Flutningur lífsýna til greiningar erlendis Kl. 11:00
Helga Vala Helgadóttir, Anna Kolbrún Árnadóttir, Guðmundur Ingi Kristinsson og Halldóra Mogensen lögðu fram eftirfarandi bókun:
Minni hluti velferðarnefndar telur forkastanlegt að heilbrigðisráðherra hafi ákveðið að færa skimanir fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum til innan heilbrigðiskerfisins án þess að samfella þjónustunnar væri tryggð. Nú fimm mánuðum eftir að flutningur átti sér stað ríkir enn fullkomin óvissa um afdrif sýna, hvernig upplýsingum er komið á framfæri og hvernig skimunarskrá mun virka.
Minni hlutinn harmar sérstaklega að heilbrigðisyfirvöld hafi hunsað álit fjölmargra fagaðila með því að flytja allar greiningar á leghálssýnum til rannsóknarstofu á Hvidovre sjúkrahúsinu í Danmörku. Sú ákvörðun var tekin þvert á álit og ráðleggingar opinberra aðila, meirihluta fagráðs og skimunarráðs, nefnda og fagfólks, þar með talið embætti landlæknis. Félag íslenskra kvensjúkdóma- og fæðingarlækna og félag lífeindafræðinga hafa bent á að greiningar leghálssýna verði best borgið hér á landi enda gæði og öryggi slíkra rannsókna tryggð, fagleg þekking er fyrir hendi sem og nauðsynlegur tækjakostur og eftirfylgni. Þá hafa kvensjúkdóma- og fæðingarlæknar bent á mikilvægi þess að læknar sem annist sýnatökur geti átt í milliliðalausum samskiptum við rannsóknaraðila vegna sjúkrasögu kvennanna.
Minni hluti velferðarnefndar hvetur heilbrigðisráðherra til að bregðast við tafarlaust svo ekki hljótist alvarlegur skaði af og flytja rannsóknir á leghálssýnum aftur til Íslands. Þá áréttar minni hluti velferðarnefndar mikilvægi þess að niðurstaða óháðrar skýrslu um flutning krabbameinsskimunar liggi sem fyrst fyrir svo hægt verði að tryggja heilsu kvenna um komandi framtíð.

8) 354. mál - samþætting þjónustu í þágu farsældar barna Kl. 11:03
Helga Vala Helgadóttir, Anna Kolbrún Árnadóttir, Guðmundur Ingi Kristinsson og Halldóra Mogensen lögðu fram eftirfarandi bókun:
Minni hluti velferðarnefndar hefur áhyggjur af skeytingarleysi og vanvirðingu meiri hlutans í garð athugasemda umsagnaraðila og minni hlutans.
Eftir ómælda vinnu þingmannanefndar um málefni barna undanfarin ár og yfirlýsingar ráðherra um mikilvægi samvinnu og þverpólitískar sáttar var þessari mikilvægu vinnu lokið á þann hátt að frumvörpin voru afgreidd í ágreiningi, án tillits til mikilvægra ábendinga fagaðila sem nefndinni bárust. Félags- og barnamálaráðherra hefur sjálfur sagt eðlilegt að jafn stór mál og um ræðir fái góða þinglega meðferð, og eftir atvikum taki breytingum í meðförum þingsins, en greinilegt er að meiri hluti velferðarnefndar telur það ekki jafn eðlilegt og afgreiðir jafn stórt mál og um ræðir þegar kemur að samþættingu þjónustu án nokkurra breytinga og án fullnægjandi umræðu í nefndinni. Var þetta gert þrátt fyrir eindregna ósk minni hluta nefndar.
Nefndinni bárust margar gagnlegar og um leið vel ígrundaðar athugasemdir um vankanta á málinu sem nauðsynlegt hefði verið að sníða af. Í því samhengi má nefna ábendingar Barnaverndarstofu, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Persónuverndar. Allt eru þetta stofnanir og samtök sem búa yfir nauðsynlegri fagþekkingu og munu að einhverju leyti starfa innan hins nýja lagaumhverfis, fari svo að málin verði samþykkt. Þrátt fyrir það eru álit þeirra og ítrekanir minni hlutans ekki virt viðlits heldur málið keyrt áfram líkt og um síðasta þingdag sé að ræða.
Með því að taka ekki til skoðunar þær athugasemdir sem fram koma í umsögn Persónuverndar er hætt við að dregið verði úr vernd mannréttinda barna eða aðstandenda þeirra í tengslum við veitingu þeirrar þjónustu sem um er að ræða. Persónuverndarlögin eru brjóstvörn mannréttinda í nútímasamfélagi og sýnir vanvilji meirihlutans til að taka tillit til athugasemda Persónuverndar fullkomið skeytingarleysi í garð málsins.

Bókun undir dagskrárlið 8 á einnig við dagskrárlið 9. og 10.

9) 355. mál - Barna- og fjölskyldustofa Kl. 11:03
Bókun undir dagskrárlið 8 á einnig við dagskrárlið 9. og 10.

10) 356. mál - Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála Kl. 11:03
Bókun undir dagskrárlið 8 á einnig við dagskrárlið 9. og 10.

11) Önnur mál Kl. 11:04
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:04