55. fundur
velferðarnefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn þriðjudaginn 6. apríl 2021 kl. 10:00


Mætt:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 10:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 10:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 10:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 10:00
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 10:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 10:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 10:00
Sigríður Á. Andersen (SÁA) fyrir Ásmund Friðriksson (ÁsF), kl. 10:00
Sigurður Páll Jónsson (SPJ) fyrir Önnu Kolbrúnu Árnadóttur (AKÁ), kl. 10:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 10:00

Nefndarritari: Ívar Már Ottason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:00
Frestað.

2) Sóttvarnahús - reglugerð heilbrigðisráðherra Kl. 10:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og Ástu Valdimarsdóttur og Sigurð Kára Árnason frá heilbrigðisráðuneyti, Kára Hólmar Ragnarsson frá Háskóla Íslands, Ragnhildi Helgadóttur frá Háskólanum í Reykjavík, Berglindi Svavarsdóttur lögmann, Reimar Pétursson lögmann og Þórólf Guðnason sóttvarnalækni.

3) 645. mál - lýðheilsustefna Kl. 13:50
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 21. apríl og að Ólafur Þór Gunnarsson yrði framsögumaður þess.

4) Önnur mál Kl. 14:00
Nefndin ákvað að funda utan hefðbundins fundartíma.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 14:00