82. fundur
velferðarnefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn föstudaginn 11. júní 2021 kl. 16:02


Mætt:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 16:02
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 16:02
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 16:02
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 16:02
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 16:02
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 16:02
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) fyrir Lilju Rafneyju Magnúsdóttur (LRM), kl. 16:02

Halldóra Mogensen, Vilhjálmur Árnason og Hanna Katrín Friðriksson voru fjarverandi.

Nefndarritarar:
Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 16:02
Fundargerð 81. fundar var samþykkt.

2) 588. mál - þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnaskerðingu Kl. 16:02
Tillaga um að afgreiða málið úr nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.
Undir nefndarálit rita Helga Vala Helgadóttir, Guðmundur Ingi Kristinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Ásmundur Friðriksson, Ólafur Þór Gunnarsson og Steinunn Þóra Árnadóttir. Halla Signý Kristjánsdóttir með fyrirvara og Halldóra Mogensen og Vilhjálmur Árnason rita undir samkvæmt heimild í 2. mgr. 29. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991.

3) Önnur mál Kl. 16:02
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:06