1. fundur
velferðarnefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 6. desember 2021 kl. 15:13


Mætt:

Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) formaður, kl. 15:13
Oddný G. Harðardóttir (OH) 1. varaformaður, kl. 15:13
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 15:13
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 15:13
Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf), kl. 15:13
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 15:13
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 15:13
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 15:13
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 15:13
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 15:13

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Áheyrnaraðild Kl. 15:13
Formaður upplýsti nefndina að áheyrnarfulltrúar nefndarinnar verði Bergþór Ólason fyrir hönd Miðflokksins og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir fyrir hönd Viðreisnar, sbr. 1. mgr. 7. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.

2) Starfið framundan Kl. 15:15
Nefndin ræddi starfið framundan.

3) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/5 frá 11. desember 2018 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 726/2004 um málsmeðferð Bandalagsins við veitingu leyfa fyrir manna- og dýralyfjum og eftirlit með þeim lyfjum og um stofnun Lyfjastofnunar Evrópu, um Kl. 15:25
Á fund nefndarinnar mættu Björg Þorkelsdóttir frá heilbrigðisráðuneyti og Ingólfur Friðriksson frá utanríkisráðuneyti. Fóru þau yfir málin og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Nefndin ræddi málið. Allir nefndarmenn samþykktu að afgreiða málið til utanríkismálanefndar. Undir álitið rita Líneik Anna Sævarsdóttir, Ásmundur Friðriksson, Guðmundur Ingi Kristinsson, Guðrún Hafsteinsdóttir, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Jódís Skúladóttir, Oddný G. Harðardóttir og Óli Björn Kárason.

4) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/6 frá 11. desember 2018 um dýralyf og um niðurfellingu á tilskipun 2001/82/EB. Kl. 15:25
Á fund nefndarinnar mættu Björg Þorkelsdóttir frá heilbrigðisráðuneyti og Ingólfur Friðriksson frá utanríkisráðuneyti. Fóru þau yfir málin og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Nefndin ræddi málið. Allir nefndarmenn samþykktu að afgreiða málið til utanríkismálanefndar. Undir álitið rita Líneik Anna Sævarsdóttir, Ásmundur Friðriksson, Guðmundur Ingi Kristinsson, Guðrún Hafsteinsdóttir, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Jódís Skúladóttir, Oddný G. Harðardóttir og Óli Björn Kárason.

5) Önnur mál Kl. 16:03
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:03