8. fundur
velferðarnefndar á 152. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn mánudaginn 17. janúar 2022 kl. 09:30


Mætt:

Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) formaður, kl. 09:30
Oddný G. Harðardóttir (OH) 1. varaformaður, kl. 09:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:30
Bergþór Ólason (BergÓ), kl. 10:05
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:30
Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf), kl. 09:30
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 09:30
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:30
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:30
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:30
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:30

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Dagskrárlið frestað.

2) 149. mál - dýralyf Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar mættu Björg Þorkelsdóttir frá heilbrigðiseftirliti, Emilía Madeleine Heenen frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti og Guðrún Lind Rúnarsdóttir frá Matvælastofnun.
Fóru þær yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Staða heimsfaraldurs kórónuveiru á Íslandi - framkvæmd sóttvarnaraðgerða Kl. 10:15
Á fund nefndarinnar mættu Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Ásthildur Knútsdóttir og Sigurður Kári Árnason frá heilbrigðisráðuneyti.
Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 11:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00