10. fundur
velferðarnefndar á 152. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn miðvikudaginn 26. janúar 2022 kl. 09:00


Mætt:

Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) formaður, kl. 09:00
Oddný G. Harðardóttir (OH) 1. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:05
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:00
Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf), kl. 09:00
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 09:00
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:00
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:00
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:00
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:00

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 9. fundar samþykkt.

2) Kynning á þingmálaskrá heilbrigðisráðherra á 152. löggjafarþingi Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar mættu Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Ásta Valdimarsdóttir, Sigurður Kári Árnason, Guðlín Steinsdóttir og Ásthildur Knútsdóttir frá heilbrigðisráðuneyti.
Fóru þau yfir þingmálaskrá heilbrigðisráðherra fyrir 152. löggjafarþing og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 149. mál - dýralyf Kl. 10:00
Nefndin ræddi málið.
Líneik Anna Sævarsdóttir, framsögumaður málsins, lagði til að málið yrði afgreitt úr nefndinni. Allir nefndarmenn samþykktu þá tillögu. Að nefndaráliti meiri hluta standa: ÁsF, GIK, GHaf, HHH, JSkúl, LínS, OH og ÓBK.

4) 6. mál - uppbygging félagslegs húsnæðis Kl. 10:15
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með fresti til 18. febrúar nk. Þá var samþykkt að Oddný Harðardóttir verði framsögumaður málsins.

5) 98. mál - orlofshúsnæði örorkulífeyrisþega Kl. 10:15
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með fresti til 18. febrúar nk. Þá var samþykkt að Jódís Skúladóttir verði framsögumaður málsins.

6) 14. mál - uppbygging geðdeilda Kl. 10:15
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með fresti til 18. febrúar nk. Þá var samþykkt að Oddný Harðardóttir verði framsögumaður málsins.

7) 24. mál - ávana-og fíkniefni Kl. 10:15
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með fresti til 18. febrúar nk. Þá var samþykkt að Halldóra Mogensen verði framsögumaður málsins.

8) Umsagnarbeiðnir Kl. 10:30
Nefndin samþykkti að veita formanni heimild til að óska eftir umsögnum um þingmál sem til hennar er vísað enda verði nefndarmönnum gefinn kostur á að koma að ábendingum um umsagnaraðila og umsagnarbeiðnin sett á dagskrá næsta fundar nefndarinnar þar á eftir til staðfestingar, sbr. 2. mgr. 23. gr. starfsreglna fastanefnda.

9) Önnur mál Kl. 10:30
Tillaga Oddnýjar Harðardóttur um að fá fulltrúa ASÍ, BSRB og Vörðu - rannsóknastofnun vinnumarkaðarins á fund til að kynna nýlega könnun um lífskjör launamanna var samþykkt, sbr. 2. mgr. 15. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991.

Þá samþykkti nefndin, á grundvelli 51. gr. sömu laga, að óska eftir minnisblaði frá forsætisráðuneytinu um vinnu stjórnvalda við að kortleggja og greina bein og óbein áhrif heimsfaraldurs COVID-19 á samfélagið.

Fundi slitið kl. 10:45