11. fundur
velferðarnefndar á 152. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn mánudaginn 31. janúar 2022 kl. 09:30


Mætt:

Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) formaður, kl. 09:30
Oddný G. Harðardóttir (OH) 1. varaformaður, kl. 09:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:30
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:30
Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf), kl. 09:00
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 09:30
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:30
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:30
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:30

Jódís Skúladóttir var fjarverandi.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Frestað.

2) Kynning á niðurstöðum könnunar um lífskjör launamannaKo Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar mættu Drífa Snædal frá Alþýðusambandi Íslands, Kristín Heba Gísladóttir frá Vörðu- rannsóknastofnun vinnumarkaðarins og Sonja Ýr Þorbergsdóttir frá BSRB.

Fóru þær yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 241. mál - greining á samúðarþreytu og tillögur að úrræðum Kl. 10:30
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með fresti til 18. febrúar nk. Þá var samþykkt að Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir verði framsögumaður.

4) 201. mál - atvinnuréttindi útlendinga Kl. 10:30
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með fresti til 18. febrúar nk. Þá var samþykkt að Halldóra Mogensen verði framsögumaður.

5) 7. mál - skattleysi launatekna undir 350.000 kr Kl. 10:30
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með fresti til 18. febrúar nk. Þá var samþykkt að Guðmundur Ingi Kristinsson verði framsögumaður.

6) 124. mál - almannatryggingar Kl. 10:30
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með fresti til 18. febrúar nk. Þá var samþykkt að Guðmundur Ingi Kristinsson verði framsögumaður.

7) Önnur mál Kl. 10:35
Í samræmi við 2. mgr. 15. gr. laga um þingsköp, nr. 55/1991, var beiðni Oddnýjar G. Harðardóttur um að fá kynningu á stöðunni á BUGL, bæði starfsemi og biðlistum og hvernig samstarfi við geðheilsuteymi heilsugæslanna er háttað samþykkt.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:45