14. fundur
velferðarnefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 21. febrúar 2022 kl. 09:30


Mætt:

Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) formaður, kl. 09:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:30
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:30
Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf), kl. 09:30
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 09:30
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:30
Helga Vala Helgadóttir (HVH) fyrir Oddnýju G. Harðardóttur (OH), kl. 09:30
Orri Páll Jóhannsson (OPJ) fyrir (JSkúl), kl. 09:30
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:30

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Guðrún Hafsteinsdóttir tók þátt í fundinum með notkun fjarfundarbúnaðar, skv. heimild í 1. mgr. 17. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Fundargerð 13. fundar var samþykkt.

2) 272. mál - stéttarfélög og vinnudeilur Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar mættu Jón Þór Þorvaldsson og Benedikt Baldur Tryggvason frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, Halldór Oddsson frá Alþýðusambandi Íslands og Þyrí Steingrímsdóttir frá Lögmannafélagi Íslands.
Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 36. mál - almannatryggingar Kl. 10:30
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðni sem send var 11. febrúar 2022, skv. heimild í 2. mgr. 23. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis, sbr. bókun á 10. fundi nefndarinnar.
Þá var ákveðið að Guðmundur Ingi Kristinsson verði framsögumaður nefndarinnar.

4) 37. mál - þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu Kl. 10:30
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðni sem send var 11. febrúar 2022, skv. heimild í 2. mgr. 23. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis, sbr. bókun á 10. fundi nefndarinnar.
Þá var ákveðið að Guðmundur Ingi Kristinsson verði framsögumaður nefndarinnar.

5) 38. mál - almannatryggingar og félagsleg aðstoð Kl. 10:30
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðni sem send var 11. febrúar 2022, skv. heimild í 2. mgr. 23. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis, sbr. bókun á 10. fundi nefndarinnar.
Þá var ákveðið að Guðmundur Ingi Kristinsson verði framsögumaður nefndarinnar.

6) 40. mál - sjúkratryggingar Kl. 10:30
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðni sem send var 11. febrúar 2022, skv. heimild í 2. mgr. 23. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis, sbr. bókun á 10. fundi nefndarinnar.
Þá var ákveðið að Guðmundur Ingi Kristinsson verði framsögumaður nefndarinnar.

7) Önnur mál Kl. 10:35
Tillaga Oddnýjar Harðardóttur um að fá heilbrigðisráðherra á fund til að fara yfir stöðu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og lausnir ráðherra á viðvarandi vanda stofnunarinnar sem glímir við fjárhags-, mönnunar- og orðsporsvanda var samþykkt, sbr. 2. mgr. 15. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991.

Fundi slitið kl. 10:40