18. fundur
velferðarnefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 9. mars 2022 kl. 09:00


Mætt:

Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) formaður, kl. 09:00
Oddný G. Harðardóttir (OH) 1. varaformaður, kl. 09:12
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:00
Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf), kl. 09:00
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 09:00
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:00
Lenya Rún Taha Karim (LenK), kl. 09:00
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:00

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir tók þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði, skv. heimild í 48. gr. starfsreglna um fastanefndir Alþingis.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Dagskrárlið frestað.

2) 271. mál - málefni innflytjenda Kl. 09:00
Nefndin ræddi málið.
Samþykkt var að afgreiða málið út úr nefndinni með samþykki allra viðstaddra nefndarmanna.
Að nefndaráliti meiri hluta standa ÁsF, GIK, GHaf, HHH, JSkúl, LínS, OH og ÓBK.

3) 272. mál - stéttarfélög og vinnudeilur Kl. 09:20
Nefndin ræddi málið.

4) 61. mál - félagsleg aðstoð Kl. 09:25
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti. Þá var ákveðið að Guðmundur Ingi Kristinsson verði framsögumaður málsins.

5) 57. mál - fjöleignarhús Kl. 09:25
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti. Þá var ákveðið að Guðmundur Ingi Kristinsson verði framsögumaður málsins.

6) Önnur mál Kl. 09:25
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fundi slitið kl. 09:30