30. fundur
velferðarnefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 25. apríl 2022 kl. 09:30


Mætt:

Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) formaður, kl. 09:30
Oddný G. Harðardóttir (OH) 1. varaformaður, kl. 09:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:30
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:30
Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf), kl. 09:30
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 09:30
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) fyrir (JSkúl), kl. 09:30
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:30

Óli Björn Kárason vék af fundi kl. 10:00.
Guðmundur Ingi Kristinsson vék af fundi kl. 10:42.
Halldóra Mogensen boðaði forföll.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Fundargerð 29. fundar var samþykkt.

2) 433. mál - heilbrigðisþjónusta Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar mættu Inga Þórsdóttir frá Háskóla Íslands, Grímur Atlason og Sigrún Sigurðardóttir frá Geðhjálp, Guðjón Sigurðsson frá MND félaginu og Stefán Vilbergsson og Þuríður Harpa Sigurðardóttir frá Öryrkjabandalagi Íslands.
Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 450. mál - rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur Kl. 10:15
Á fund nefndarinnar mættu Guðlaug Þorsteinsdóttir, Jón Steinar Jónsson og Sigríður Dóra Magnúsdóttir frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Guðlaug B. Guðjónsdóttir frá Krabbameinsfélagi höfuðborgarsvæðisins og Lilja Sigrún Jónsdóttir.
Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Kl. 10:45
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðni, dags. 11. apríl 2022, sem send var á grundvelli heimildar formanns skv. 2. mgr. 23. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis, sbr. bókun á 10. fundi nefndarinnar.

5) Önnur mál Kl. 10:45
Nefndin rædd starfið framundan.

Fundi slitið kl. 10:50