43. fundur
velferðarnefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 3. júní 2022 kl. 13:05


Mætt:

Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) formaður, kl. 13:05
Oddný G. Harðardóttir (OH) 1. varaformaður, kl. 13:05
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 13:05
Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf), kl. 13:33
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 13:14
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 13:36
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 13:05

Ásmundur Friðriksson var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.
Halldóra Mogensen var fjarverandi.
Óli Björn Kárason vék af fundi kl. 14:55.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:05
Fundargerð 42. fundar samþykkt.

2) 575. mál - stefna í geðheilbrigðismálum til ársins 2030 Kl. 13:05
Á fund nefndarinnar mættu Helga Sif Friðjónsdóttir, Anna Birgit Ómarsdóttir, Ingibjörg Sveinsdóttir og Ásthildur Knútsdóttir frá heilbrigðisráðuneytinu. Kynntu þær málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Þá mættu Edda Dröfn Daníelsdóttir og Guðbjörg Pálsdóttir frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, Steinunn Bergmann frá Félagsráðgjafafélagi Íslands, Eydís Kr. Sveinbjarnardóttir frá Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og Ingibjörg Þorsteinsdóttir og María Guðlaug Hrafnsdóttir frá Sjúkratryggingum Íslands. Fóru þær yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Að lokum var tillaga um að Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir verði framsögumaður málsins samþykkt.

3) 684. mál - flutningur fasteignaskrár frá Þjóðskrá Íslands til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar Kl. 14:45
Á fund nefndarinnar mættu Brynhildur Pétursdóttir frá Neytendasamtökunum, Árni Grétar Finnsson frá Samtökum atvinnulífsins, Margrét Arnheiður Jónsdóttir frá Samtökum fjármálafyrirtækja, Jóhanna Klara Stefánsdóttir frá Samtökum iðnaðarins og Jens Þór Svansson og Einar Valur Kristinsson frá Skattinum.
Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 272. mál - stéttarfélög og vinnudeilur Kl. 15:10
Á fund nefndarinnar mættu Bjarnheiður Gautadóttir og Jón Þór Þorvaldsson frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 572. mál - húsaleigulög Kl. 15:40
Tillaga um að Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

6) 592. mál - framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda Kl. 15:40
Tillaga um að Líneik Anna Sævarsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

7) Önnur mál Kl. 15:45
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:45