44. fundur
velferðarnefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 8. júní 2022 kl. 09:10


Mætt:

Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) formaður, kl. 09:10
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:33
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:10
Guðný Birna Guðmundsdóttir (GBG), kl. 09:10
Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf), kl. 09:10
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 09:10
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:23
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 09:10
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:10
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:10

Nefndarritari: Þórhildur Líndal

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Lið frestað.

2) 575. mál - stefna í geðheilbrigðismálum til ársins 2030 Kl. 09:10
Á fund nefndarinnar mættu Dóra Guðrún Guðmundsdóttir og Sigrún Daníelsdóttir frá Embætti landlæknis, Gyða Dögg Einarsdóttir frá Félagi sálfræðinga í heilsugæslu, Karítas Ósk Björgvinsdóttir og Álfheiður Guðmundsdóttir frá Félagi skólasálfræðinga, Tryggvi Guðjón Ingason frá Sálfræðingafélagi Íslands, Liv Anna Gunnel og Jón Steinar Jónsson frá Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu, Eiríkur Örn Arnarson, Sigurbjörg Ludvigsdóttir og Kristbjörg Þórisdóttir frá Félagi sérfræðinga í klínískri sálfræði og Málfríður Hrund Einarsdóttir og Auður Axelsdóttir frá Hugarafli. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 530. mál - breyting á ýmsum lögum í þágu barna Kl. 10:45
Tillaga framsögumanns um að afgreiða málið til 2. umræðu var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum. Allir nefndarmenn rita undir nefndarálit.

4) 593. mál - sorgarleyfi Kl. 10:54
Tillaga um að Líneik Anna Sævarsdóttir taki við framsögu málsins í forföllum Jódísar Skúladóttur samþykkt. Tillaga framsögumanns um að afgreiða málið til 2. umræðu var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum. Allir nefndarmenn rita undir nefndarálit.

5) 684. mál - flutningur fasteignaskrár frá Þjóðskrá Íslands til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar Kl. 11:05
Tillaga framsögumanns um að afgreiða málið til 2. umræðu var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum. Allir nefndarmenn rita undir nefndarálit.

6) Önnur mál Kl. 11:07
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fundi slitið kl. 11:09