45. fundur
velferðarnefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 10. júní 2022 kl. 08:30


Mætt:

Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) formaður, kl. 08:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 08:30
Guðný Birna Guðmundsdóttir (GBG), kl. 08:30
Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf), kl. 09:22
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 08:36
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 08:40
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 08:30

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Halldóra Mogensen og Guðmundur Ingi Kristinsson boðuðu forföll.
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir vék af fundi kl. 11:20. Þá vék Ásmundur Friðriksson af fundi kl. 11.55.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:30
Fundargerðir 43. og 44. fundar voru samþykktar.

2) 575. mál - stefna í geðheilbrigðismálum til ársins 2030 Kl. 08:30
Á fundinn mættu Pétur Maack Þorsteinsson frá Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Sandra B. Franks og Ágúst Ólafur Ágústsson frá Sjúkraliðafélagi Íslands, Kristín Siggeirsdóttir frá Janus endurhæfingu, Unnur Helga Óttarsdóttir frá Landssamtökunum Þroskahjálp, Sigrún Birgisdóttir frá Einhverfusamtökunum og Elín Ebba Ásmundsdóttir og Grímur Atlason frá Geðhjálp. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 592. mál - framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda Kl. 09:30
Á fundinn mættu Saga Kjartansdóttir og Guðrún Margrét Guðmundsdóttir frá Alþýðusambandi Íslands, Dagný Aradóttir Pind frá BSRB, Alma Ýr Ingólfsdóttir, Þuríður Harpa Sigurðardóttir og Sigríður Hanna Ingólfsdóttir frá Öryrkjabandalagi Íslands, Hildur Betty Kristjánsdóttir, Fjóla María Lárusdóttir frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, Ína Dögg Eyþórsdóttir frá ENIC/NARIC Íslandi, Friðrika Þóra Harðardóttir frá Háskóla Íslands, Hildur Elín Vignir og Edda Jóhannesdóttir frá Iðuni fræðslusetri, Sólveig Hildur Björnsdóttir, Inga Dóra Halldórsdóttir og Valgeir B. Magnússon frá Kvasi - samtökum fræðslu- og símenntunarstöðva, Renata Emilsson Peskova frá Móðurmáli - samtökum um tvítyngi, Jónína Kárdal og Ragnar Friðrik Ólafsson frá Félagi náms- og starfsráðgjafa, Anna Lára Steindal frá Landssamtökunum Þroskahjálp, Anna Lúðvíksdóttir og Þórunn Pálína Jónsdóttir frá Íslandsdeild Amnesty International, Margrét Steinarsdóttir frá Mannréttindaskrifstofu Íslands, Jón Fannar Kolbeinsson frá Jafnréttisstofu, Nína Helgadóttir frá Rauða krossinum á Íslandi, Einar Eyjólfsson, Ragnheiður Sigurðardóttir og Jón Aðalsteinn Bergsveinsson frá UMFÍ, Bryndís Gunnlaugsdóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Thelma Clausen Þórðardóttir, Katrín Friðriksdóttir, Þorbjörg Halldórsdóttir og Sigurgrímur Skúlason frá Menntamálastofnun og loks Tryggvi Þór Jóhannsson og Hlín Sæþórsdóttir frá Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 12:25
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fundi slitið kl. 12:30