5. fundur
velferðarnefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 12. október 2022 kl. 09:10


Mætt:

Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) formaður, kl. 09:10
Oddný G. Harðardóttir (OH) 1. varaformaður, kl. 09:10
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:10
Eva Sjöfn Helgadóttir (ESH) fyrir Halldóru Mogensen (HallM), kl. 09:10
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 09:10
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:10
Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir (JSIJ) fyrir (JSkúl), kl. 09:10
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:10

Guðrún Hafsteinsdóttir og Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir boðuðu forföll.
Oddný G. Harðardóttir vék af fundi kl. 10:41.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerð 4. fundar samþykkt.

2) Menntun og mönnun innan heilbrigðiskerfisins Kl. 09:10
Á fund nefndarinnar mættu Ásta Valdimarsdóttir og Heiða Björg Pálmadóttir.
Fóru þær yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Nefndin samþykkti, á grundvelli 51. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, að óska eftir minnisblaði frá heilbrigðisráðuneytinu um ferli umsókna til starfsleyfis heilbrigðisstétta sem mennta sig utan Íslands.

3) Undirbúningur rannsóknar á aðbúnaði og meðferð fullorðins fólks með þroskahömlun og fólks með geðrænan vanda. Skýrsla starfshóps. Kl. 10:10
Á fund nefndarinnar mætti Þórdís Ingadóttir, formaður starfshóps um undirbúning rannsóknar á aðbúnaði og meðferð fullorðins fólks með þroskahömlun og fólks með geðrænan vanda.
Fór hún yfir málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 10:55
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:55