7. fundur
velferðarnefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 19. október 2022 kl. 09:10


Mætt:

Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) formaður, kl. 09:10
Oddný G. Harðardóttir (OH) 1. varaformaður, kl. 09:10
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:10
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 09:10
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:10
Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf), kl. 09:10
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 09:10
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:17
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:10

Nefndarritari: Þórhildur Líndal

Óli Björn Kárason vék af fundi nefndarinnar kl. 10.21.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Lið frestað.

2) Stýrihópur um endurskoðun almannatrygginga Kl. 09:10
Á fund nefndarinnar mættu Klara Baldursdóttir Briem frá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti og Steingrímur J. Sigfússon, formaður stýrihóps um endurskoðun almannatrygginga. Þau kynntu starf hópsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 272. mál - húsaleigulög Kl. 10:07
Á fund nefndarinnar mættu Þuríður Harpa Sigurðardóttir, Valdís Ösp Árnadóttir og María Hreinsdóttir frá Öryrkjabandalagi Íslands. Fóru þær yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 24. mál - félagafrelsi á vinnumarkaði Kl. 10:20
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti og að Óli Björn Kárason yrði framsögumaður þess.

5) 273. mál - réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins Kl. 10:21
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti og að Oddný G. Harðardóttir yrði framsögumaður þess.

6) Önnur mál Kl. 10:22
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fundi slitið kl. 10:26