13. fundur
velferðarnefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 16. nóvember 2022 kl. 09:10


Mætt:

Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) formaður, kl. 09:10
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:10
Eydís Ásbjörnsdóttir (EÁs) fyrir Oddnýju G. Harðardóttur (OH), kl. 09:10
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:10
Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf), kl. 09:10
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 09:10
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:10
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:10
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 10:33

Ásmundur Friðriksson vék af fundi kl. 9:40.
Jódís Skúladóttir vék af fundi kl. 9:40 og kom aftur kl. 10:30.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerð 12. fundar samþykkt.

2) Greinargerð um meðferðarheimilið í Varpholti og á Laugalandi 1997-2007 Kl. 09:10
Á fund nefndarinnar mættu Herdís Gunnarsdóttir og Íris Dögg Lárusdóttir frá Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála, Anna Tryggvadóttir og Erna Kristín Blöndal frá mennta- og barnamálaráðuneyti og Brynja Skúladóttir, Gígja Skúladóttir og Íris Ósk Friðriksdóttir.
Fóru þær yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 11:07
Á grundvelli 51. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, var ákveðið að senda innviðaráðuneyti beiðni um minnisblað til að útskýra breytingar sem hafa orðið á reglugerð um hlutdeildarlán
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:07