14. fundur
velferðarnefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 18. nóvember 2022 kl. 09:10


Mætt:

Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) formaður, kl. 09:10
Oddný G. Harðardóttir (OH) 1. varaformaður, kl. 09:10
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 09:10
Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf), kl. 09:10
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 09:10
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:10
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:10
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 10:10

Ásmundur Friðriksson og Guðmundur Ingi Kristinsson boðuðu forföll.
Jódís Skúladóttir vék af fundi kl. 9:43.
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir og Halldóra Mogensen viku af fundi kl. 10:30.
Oddný G. Harðardóttir vék af fundi kl. 10:58.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Halldóra Mogensen tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað, skv. heimild 48. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Dagskrárlið frestað.

2) Vinna gegn kynferðisbrotum og kynbundnu ofbeldi Kl. 09:10
Á fund nefndarinnar mættu Eygló Harðardóttir og Hildur Sunna Pálmadóttir fyrir hönd starfshóps um forvarnir og vitundarvakningu gegn kynbundnu ofbeldi.
Þá mættu Hildur Jónsdóttir frá Sigurhæðum, Steinunn Gyðu og Guðjónsdóttir frá Bjarkarhlíð og Þorbjörg Inga Jónsdóttir frá Bjarkarhlið og Bjarmahlíð.
Fóru þær yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 435. mál - félagsleg aðstoð Kl. 11:19
Dagskrárlið frestað.

4) Önnur mál Kl. 11:19
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fundi slitið kl. 11:19