16. fundur
velferðarnefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 23. nóvember 2022 kl. 09:10


Mætt:

Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) formaður, kl. 09:10
Oddný G. Harðardóttir (OH) 1. varaformaður, kl. 09:10
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:10
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 09:10
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:10
Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf), kl. 09:10
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 09:10
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:16
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:10
René Biasone (RenB) fyrir (JSkúl), kl. 09:10

Óli Björn Kárason vék af fundi kl. 10:00.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerð 15. fundar var samþykkt.

2) 98. mál - uppbygging geðdeilda Kl. 09:10
Á fund nefndarinnar mættu Héðinn Unnsteinsson frá Geðhjálp, Alice Harpa Björgvinsdóttir og Guðmundur Magnússon frá Sjúkrahúsinu á Akureyri og Sonja Rún Magnúsdóttir frá Grófinni Geðrækt.
Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 5. mál - ávana- og fíkniefni Kl. 09:40
Á fund nefndarinnar mættu Svala Jóhannesdóttir frá Matthildi - samtökum um skaðaminnkun á Íslands, Kristjana Fenger og Marín Þórsdóttir frá Rauða krossinum og Halldóra R. Guðmundsdóttir og Sara Stef Hildardóttir frá Rótinni - félagi um málefni kvenna.
Fóru þær yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 57. mál - sjúkratryggingar Kl. 10:39
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti og að Guðmundur Ingi Kristinsson verði framsögumaður málsins.

5) 61. mál - samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks Kl. 10:39
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti og að Guðmundur Ingi Kristinsson verði framsögumaður málsins.

6) 62. mál - réttindi sjúklinga Kl. 10:39
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti og að Guðmundur Ingi Kristinsson verði framsögumaður málsins.

7) 272. mál - húsaleigulög Kl. 10:40
Nefndin ræddi málið.

8) Önnur mál Kl. 10:57
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fundi slitið kl. 11:00