18. fundur
velferðarnefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 28. nóvember 2022 kl. 09:15


Mætt:

Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) formaður, kl. 09:15
Oddný G. Harðardóttir (OH) 1. varaformaður, kl. 09:15
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:15
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 09:15
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:15
Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf), kl. 09:15
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 09:15
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:15
Lenya Rún Taha Karim (LenK) fyrir Halldóru Mogensen (HallM), kl. 09:15
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:15

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Oddný G. Harðardóttir tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað, skv. heimild 48. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:15
Fundargerð 17. fundar var samþykkt.

2) 435. mál - félagsleg aðstoð Kl. 09:15
Á fund nefndarinnar mættu Sigríður Hanna Ingólfsdóttir og Andrea Valgeirsdóttir frá Öryrkjabandalagi Íslands og Vigdís Jónsdóttir og Þórey Edda Heiðarsdóttir frá VIRK. Fóru þær yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Nefndin ræddi málið.

3) Önnur mál Kl. 10:31
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fundi slitið kl. 10:30