27. fundur
velferðarnefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 18. janúar 2023 kl. 09:10


Mætt:

Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) formaður, kl. 09:10
Oddný G. Harðardóttir (OH) 1. varaformaður, kl. 09:10
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:18
Eva Sjöfn Helgadóttir (ESH) fyrir Halldóru Mogensen (HallM), kl. 09:10
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:10
Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf), kl. 09:18
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 10:10
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:40
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:10

Nefndarritari: Kristel Finnbogad. Flygenring

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Dagskrárlið frestað.

2) 533. mál - almannatryggingar og félagsleg aðstoð Kl. 09:10
Á fund nefndarinnar komu Ágúst Þór Sigurðsson, Ingibjörg Sigríður Elíasdóttir og Agla Smith frá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti. Gestir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá komu Þuríður Harpa Sigurðardóttir, Sigríður Hanna Ingólfsdóttir og Bergþór Heimir Þórðarson frá Öryrkjabandalagi Íslands og fjölluðu um málið.

Kl. 10:37 var tekinn fyrir 3. dagskrárliður fundarins en gestakomum síðan fram haldið.

Á fund nefndarinnar komu Heiðrún Björk Gísladóttir frá Samtökum atvinnulífsins og Friðrik Jónsson og Ingvar Sverrisson frá Bandalagi háskólamanna og fjölluðu um málið.

3) Önnur mál Kl. 10:37
Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá heilbrigðisráðuneytinu um skort á krabbameinslyfinu Tamoxifen Mylan. Nefndin óskar eftir upplýsingum um af hverju lyfið hefur ekki verið fáanlegt síðustu mánuði, til hvaða úrræða hefur verið gripið vegna lyfjaskortsins, m.a. til að tryggja öryggi sjúklinga, og hvenær búast megi við að lyfið verði fáanlegt á ný.

Fundi slitið kl. 11:00