47. fundur
velferðarnefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 29. mars 2023 kl. 09:10


Mætt:

Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) formaður, kl. 09:10
Oddný G. Harðardóttir (OH) 1. varaformaður, kl. 09:10
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:10
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 09:10
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:10
Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf), kl. 09:10
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 09:42
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:10
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:10
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:10

Óli Björn Kárason vék af fundi kl. 10:07.
Ásmundur Friðriksson vék af fundi kl. 10:41.
Jódís Skúladóttir tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.

Nefndarritari: Brynjar Páll Jóhannesson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Dagskrárlið frestað.

2) Móttaka umsækjenda um alþjóðlega vernd Kl. 09:10
Á fund nefndarinnar komu Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Bjarnheiður Gautadóttir og Áshildur Linnet frá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti og Unnur Sverrisdóttir og Gísli Davíð Karlsson frá Vinnumálastofnun.
Gestir fjölluðu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 529. mál - sóttvarnalög Kl. 10:00
Dagskrárlið frestað.

4) 857. mál - aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum fyrir árin 2023-2027 Kl. 10:59
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti. Nefndin samþykkti að Líneik Anna Sævarsdóttir yrði framsögumaður málsins.

5) 856. mál - heilbrigðisstarfsmenn Kl. 10:59
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti. Nefndin samþykkti að Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir yrði framsögumaður málsins.

6) Önnur mál Kl. 10:59
Formaður, Líneik Anna Sævarsdóttir, lagði fram eftirfarandi bókun: Við atkvæðagreiðslu að lokinni 2. umræðu og við 3. umræðu um 533. mál, almannatryggingar og félagsleg aðstoð, komu fram sjónarmið um að skoða þyrfti framsetningu laga um almannatryggingar varðandi sérstakt frítekjumark vegna atvinnutekna við útreikning ellilífeyris. Formaður leggur áherslu á að ábendingarnar verði teknar til nánari skoðunar í velferðarnefnd, m.a. með hliðsjón af því að heildarendurskoðun á örorkulífeyriskerfinu stendur yfir.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:02