54. fundur
velferðarnefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 4. maí 2023 kl. 13:05


Mætt:

Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) formaður, kl. 13:05
Oddný G. Harðardóttir (OH) 1. varaformaður, kl. 13:05
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 13:05
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 13:05
Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf), kl. 13:05
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 13:05
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 13:05
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 13:05
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 13:05

Ásmundur Friðriksson boðaði forföll.
Halldóra Mogensen tók þátt í fundinum með fjarfundabúnaði og vék af fundi kl. 14:46.

Nefndarritari: Brynjar Páll Jóhannesson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:05
Dagskrárlið frestað.

2) 857. mál - aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum fyrir árin 2023-2027 Kl. 13:05
Á fund nefndarinnar komu Vigdís Jónsdóttir og Þórey Edda Heiðarsdóttir frá VIRK-starfsendurhæfingarsjóði, Liv Anna Gunnell frá Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu, Nanna Briem, Páll Matthíasson og Sigurveig Sigurjónsdóttir Mýrdal frá Landspítala, Kristín Sigurgeirsdóttir frá Janus endurhæfingu og Valborg Steingrímsdóttir og Ína Bzowzka Grétarsdóttir frá Persónuvernd, en þær tóku þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.
Gestir fjölluðu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 955. mál - fæðingar- og foreldraorlof Kl. 15:10
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti. Nefndin samþykkti að Oddný G. Harðardóttir yrði framsögumaður málsins.

4) 898. mál - húsaleigulög Kl. 15:10
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti. Nefndin samþykkti að Guðmundur Ingi Krinstinsson yrði framsögumaður málsins.

5) 546. mál - leyfisskylda og eftirlit með áfangaheimilum Kl. 15:10
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti. Nefndin samþykkti að Jódís Skúladóttir yrði framsögumaður málsins.

6) 860. mál - aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk fyrir árin 2023--2027 Kl. 14:32
Nefndin fjallaði um málið.

7) Önnur mál Kl. 15:13
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:13