61. fundur
velferðarnefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 17. maí 2023 kl. 09:10


Mætt:

Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) formaður, kl. 09:12
Oddný G. Harðardóttir (OH) 1. varaformaður, kl. 09:12
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:12
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:12
Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf), kl. 09:12
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 10:22
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:12
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:12
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:12

Nefndarritari: Brynjar Páll Jóhannesson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:12
Dagskrárlið frestað.

2) 987. mál - heilbrigðisstarfsmenn Kl. 09:12
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Þóreyju S. Þórðardóttur og Völu Rebekku Þorsteinsdóttur frá Landssamtökum lífeyrissjóða.

3) 857. mál - aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum fyrir árin 2023-2027 Kl. 09:40
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Málfríði Þórðardóttur og Gyðu Ölvisdóttur frá Heilsuhag - hagsmunasamtökum notenda í heilbrigðisþjónustu. Tók þær þátt í fundinum með fjarfundabúnaði.

4) 986. mál - heilbrigðisþjónusta o.fl. Kl. 10:14
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Helgu Sif Friðjónsdóttur og Ingibjörgu Sveinsdóttur frá heilbrigðisráðuneyti.

5) 939. mál - tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna Kl. 10:50
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Kristínu Ninju Guðmundsdóttur, Guðlín Steinsdóttur, Hrefnu Friðriksdóttur frá heilbrigðisráðuneyti og Svanhildi Þorbjörnsdóttur frá dómsmálaráðuneyti. Tóku þær þátt í fundinum með fjarfundabúnaði.

6) 807. mál - þróunaráætlun og tilraunaverkefni fyrir ræktun lyfjahamps og notkun kannabislyfja í lækningaskyni Kl. 11:45
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti. Nefndin samþykkti að Ásmundur Friðriksson yrði framsögumaður málsins.

7) Önnur mál Kl. 11:52
Nefndin ræddi starfið fram undan.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00