16. fundur
velferðarnefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 24. nóvember 2023 kl. 09:00


Mætt:

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) formaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:00
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:00
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:00
Magnús Árni Skjöld Magnússon (MagnM), kl. 09:00
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:00

Nefndarritari:

Bókað:

1) 508. mál - tímabundinn stuðningur til greiðslu launa vegna náttúruhamfara í Grindavíkurbæ Kl. 09:00
Framsögumaður málsins, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, kynnti drög að nefndaráliti og lagði til afgreiðslu málsins frá nefnd. Nefndin ræddi málið. Tillagan var samþykkt af öllum nefndarmönnum.
Allir nefndarmenn skrifa undir nefndarálit.

2) 226. mál - tóbaksvarnir Kl. 09:25
Framsögumaður málsins, Líneik Anna Sævarsdóttir, kynnti drög að nefndaráliti og lagði til afgreiðslu málsins frá nefnd. Nefndin ræddi málið. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Ásmundur Friðriksson, Bryndís Haraldsdóttir, Óli Björn Kárason, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir og Magnús Árni Skjöld Magnússon samþykktu tillöguna. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.
Undir nefndarálit meirihlutans rita Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir, Ásmundur Friðriksson, Bryndís Haraldsdóttir Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Magnús Árni Skjöld Magnússon og Guðmundur Ingi Kristinsson.

3) 241. mál - framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar 2023–2027 Kl. 09:50
Framsögumaður málsins, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, kynnti drög að nefndaráliti og lagði til afgreiðslu málsins frá nefnd. Nefndin ræddi málið. Tillagan var samþykkt af öllum nefndarmönnum.
Allir nefndarmenn skrifa undir nefndarálit að Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur undanskildri en hún boðaði minnihluta álit.

4) 408. mál - innleiðing lýðheilsumats í íslenska löggjöf Kl. 10:20
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðni með tveggja vikna umsagnarfresti og ákvað að Líneik Anna Sævarsdóttir verði framsögumaður málsins.

5) 509. mál - húsnæðisstefna fyrir árin 2024–2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024–2028 Kl. 10:25
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðni með tveggja vikna umsagnarfresti og ákvað að Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir verði framsögumaður málsins.

6) 384. mál - sjúkrahúsinu á Akureyri verði gert kleift að framkvæma hjartaþræðingar Kl. 10:30
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðni með tveggja vikna umsagnarfresti og ákvað að Jóhann Páll Jóhannsson verði framsögumaður málsins.

7) 402. mál - gjaldfrjálsar skólamáltíðir og umgjörð þeirra Kl. 10:35
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðni með tveggja vikna umsagnarfresti og ákvað að Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verði framsögumaður málsins.

8) 83. mál - aðgerðaáætlun til að efla Sjúkrahúsið á Akureyri Kl. 10:40
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðni með tveggja vikna umsagnarfresti og ákvað að Líneik Anna Sævarsdóttir verði framsögumaður málsins.

Fundi slitið kl. 11:00