44. fundur
velferðarnefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, miðvikudaginn 13. mars 2024 kl. 09:03


Mætt:

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) formaður, kl. 09:03
Jóhann Páll Jóhannsson (JPJ) 1. varaformaður, kl. 09:03
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:03
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:03
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 09:03
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:03
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:03
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:03
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:03

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir tók þátt í fundinum með fjarfundabúnaði.
Ásmundur Friðriksson boðaði forföll.

Nefndarritari: Brynjar Páll Jóhannesson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:03
Dagskrárlið frestað.

2) 718. mál - sjúklingatrygging Kl. 09:05
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Margréti A. Jónsdóttur og Gunnar Pétursson frá Samtökum fyrirtækja í fjármálaþjónustu, Önnu Maríu Bjarnadóttur og Berglindi Ýr Karlsdóttur frá Sjúkratryggingum Íslands og Andrés Magnússon frá Samtökum heilbrigðisfyrirtækja.

3) 754. mál - húsaleigulög Kl. 09:53
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Hildi Dungal og Rún Knútsdóttur frá innviðaráðuneyti.

4) 584. mál - framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2024–2027 Kl. 10:50
Tillaga formanns um að afgreiða málið var nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Að nefndaráliti með breytingartillögu standa Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir, Ásmundur Friðriksson, Óli Björn Kárason, Bryndís Haraldsdóttir, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir og Jóhann Páll Jóhansson.

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir og Guðmundur Ingi Kristinsson boðuðu sérálit.

5) 101. mál - heimild til rannsókna og notkunar á efninu sílósíbíni í geðlækningaskyni Kl. 10:52
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti og að Ásmundur Friðriksson verði framsögumaður þess.

6) 124. mál - 40 stunda vinnuvika Kl. 10:52
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti og að Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir verði framsögumaður þess.

7) 129. mál - sjúkratryggingar Kl. 10:56
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti og að Guðmundur Ingi Kristinsson verði framsögumaður þess.

8) Önnur mál Kl. 10:58
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:03