50. fundur
velferðarnefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, miðvikudaginn 17. apríl 2024
kl. 09:06
Mætt:
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) formaður, kl. 09:06Jóhann Páll Jóhannsson (JPJ) 1. varaformaður, kl. 09:06
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:06
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:10
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:06
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:06
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:06
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:06
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:06
Nefndarritari: Brynjar Páll Jóhannesson
Bókað:
1) Fundargerð Kl. 09:06
Dagskrárlið frestað.
2) Kosning formanns Kl. 09:06
Jóhann Páll Jóhannsson lagði til að kosið yrði að nýju um formann nefndarinnar skv. 4. mgr. 14. gr. laga umþingsköp Alþingis og að Steinunn Þóra Árnadóttir yrði formaður.
Allir viðstaddir nefndarmenn studdu tillögu um að kosning færi fram og var hún því rétt fram borin.
Allir viðstaddir nefndarmenn kusu Steinunni Þóru Árnadóttur í embætti formann og var hún því rétt kjörin formaður nefndarinnar.
3) 754. mál - húsaleigulög Kl. 09:07
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Þóru Ásgeirsdóttur og Jóhann Tómas Sigurðsson frá Félagsbústöðum og Helgu Jónu Benediktsdóttur og Kristínu Ösp Jónsdóttur frá Reykjavíkurborg, Heiðrúnu Björk Gísladóttur frá Samtökum atvinnulífsins og Kjartan Þór Ingason og Gunnar Alexander Ólafsson frá ÖBÍ réttindasamtökum.
4) 718. mál - sjúklingatrygging Kl. 10:23
Nefndin ræddi málið.
5) Önnur mál Kl. 10:26
Nefndin ræddi starfið fram undan.
Fleira var ekki gert.
Fundi slitið kl. 10:28