9. fundur
velferðarnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 11. nóvember 2011 kl. 08:08


Mættir:

Álfheiður Ingadóttir (ÁI) formaður, kl. 08:08
Amal Tamimi (AT) fyrir LGeir, kl. 08:08
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 08:20
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 08:08
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 08:08
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 08:08
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 08:20
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 08:08

Nefndarritari: Hildur Eva Sigurðardóttir

Bókað:

1) Fundargerðir síðustu funda. Kl. 08:08
Formaður dreifði fundargerðum 6.-8. fundar og tók þær til umræðu. Fundargerðirnar voru samþykktar.

2) 1. mál - fjárlög 2012 Kl. 08:10
Á fund nefndarinnar komu Anna Sigrún Baldursdóttir, Dagný Brynjólfsdóttir, Einar Njálsson, Hermann Bjarnason, Hrafnhildur Gunnarsdóttir og Sturlaugur Tómasson frá velferðarráðuneytinu. Héldu þau áfram að gera grein fyrir hlut ráðuneytisins í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2012 þar sem frá var horfið á síðasta fundi. Þá svöruðu þau spurningum nefndarmanna.

3) 20. mál - aðgerðaáætlun um tóbaksvarnir Kl. 10:18
Umræðu um dagskrárliðinn var frestað.

4) 21. mál - reglubundnar árlegar heimsóknir til eldri borgara í forvarnaskyni Kl. 10:18
Umræðu um dagskrárliðinn var frestað.

5) 147. mál - heilbrigðisstarfsmenn Kl. 10:19
Nefndin tók til umfjöllunar 147. mál um heilbrigðisstarfsmenn. Lagt var til að senda frumvarpið út til umsagnar til þeirra aðila sem fengu málið á síðasta þingi og veita frest til 19. nóvember nk. Var það samþykkt. Þá var samþykkt að formaður nefndarinnar, ÁI, yrði framsögumaður málsins.

6) 170. mál - lyfjalög Kl. 10:19
Nefndin tók til umfjöllunar 170. mál um lyfjalög. Lagt var til að senda málið út til umsagnar og veita frest til 19. nóvember nk. Var það samþykkt. Þá var samþykkt að formaður nefndarinnar, ÁI, yrði framsögumaður málsins.

7) Önnur mál. Kl. 10:20
Fleira var ekki rætt.
BirgJ var fjarverandi.
KLM boðaði forföll vegna fundar Samtaka atvinnulífsins þar sem hann mætti sem formaður atvinnuveganefndar.

Fundi slitið kl. 10:20