12. fundur
velferðarnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 21. nóvember 2011 kl. 09:06


Mættir:

Álfheiður Ingadóttir (ÁI) formaður, kl. 09:14
Amal Tamimi (AT) fyrir LGeir, kl. 09:06
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 09:06
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:06
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 09:06
Kristján L. Möller (KLM), kl. 09:06
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 09:06
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 09:06
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:06

Nefndarritari: Hildur Eva Sigurðardóttir

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 09:06
Varaformaður setti fund og dreifði drögum að fundargerð síðasta fundar og tók þau til umræðu. Fundargerðin var samþykkt. PHB gerði athugasemd við að fundir hæfust ekki fyrr en liðið væri á auglýstan fundartíma enda þótt nefndarmenn væru mættir á boðuðum tíma.

2) 195. mál - ráðstafanir í ríkisfjármálum Kl. 09:10
Formaður dreifði drögum að áliti til efnahags- og viðskiptanefndar um þá þætti 195. máls um ráðstafanir í ríkisfjármálum sem falla undir málefnasvið nefndarinnar. Samþykkt var að afgreiða málið frá nefndinni. Að áliti meiri hluta standa ÁI, JRG, AT, KLM og VBj.

3) 1. mál - fjárlög 2012 Kl. 09:30
Formaður dreifði drögum að áliti til fjárlaganefndar um 1. mál um fjárlög 2012 og lagði til að málið yrði afgreitt frá nefndinni. Var það samþykkt. Að áliti meiri hluta standa ÁI, JRG, AT, KLM og VBj.

4) 147. mál - heilbrigðisstarfsmenn Kl. 10:00
Nefndin tók til umfjöllunar 147. mál um heilbrigðisstarfsmenn. Borin var upp tillaga um að KLM yrði framsögumaður málsins og var það samþykkt. Nefndin fékk á sinn fund Guðríði Þorsteinsdóttur og Laufeyju Helgu Guðmundsdóttur frá velferðarráðuneyti. Kynntu þær efni frumvarpsins og fóru yfir einstök ákvæði þess auk þess að svara spurningum nefndarmanna. Þá komu á fundin Þorbjörn Jónsson og Dögg Pálsdóttir frá Læknafélagi Íslands og gerður grein fyrir athugasemdum félagsins auk þess að svara spurningum nefndarmanna. Að síðustu komu á fund nefndarinnar vegna málsins Geir Gunnlaugsson, Birna Sigurbjörnsdóttir og Anna Björg Aradóttir frá embætti landlæknis. Kynntu þau umsögn embættisins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 170. mál - lyfjalög Kl. 11:23
Nefndin tók til umfjöllunar frumvarp sitt um lyfjalög, 170. mál. Á fund nefndarinnar komu Sveinn Guðmundsson frá Hjartaheilum, Guðmundur Löve og Sigmar B. Hauksson frá Sambandi íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga og Lilja Þorgeirsdóttir og Hjördís Anna Haraldsdóttir frá Öryrkjabandalagi Íslands ásamt túlki. Gerðu gestir grein fyrir afstöðu sinni til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna. Formaður lagði til að lögð yrðu fram drög að nefndaráliti á næsta fundi og var það samþykkt.

6) Önnur mál. Kl. 11:48
Fleira var ekki rætt.
BirgJ var fjarverandi.
UBK vék af fundi kl. 10:30 vegna foreldraviðtals.

Fundi slitið kl. 11:49