13. fundur
velferðarnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 23. nóvember 2011 kl. 09:04


Mættir:

Álfheiður Ingadóttir (ÁI) formaður, kl. 09:04
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 09:04
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:14
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 09:04
Kristján L. Möller (KLM), kl. 09:48
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 09:04
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 09:04
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:04

Nefndarritari: Hildur Eva Sigurðardóttir

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 09:04
Lagt var til að umræðu um dagskrárliðinn yrði frestað til næsta fundar. Tillagan var samþykkt.

2) 4. mál - staðgöngumæðrun Kl. 09:44
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 4. mál um staðgöngumæðrun. Nefndin ræddi málið og fékk á sinn fund Áslaugu Einarsdóttur og Guðríði Þorsteinsdóttur frá velferðarráðuneyti, Helgu Gottfreðsdóttur frá Ljósmæðrafélagi Íslands og Dögg Pálsdóttur frá Læknafélagi Íslands. Gerðu gestir grein fyrir athugasemdum sínum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 1. mál - fjárlög 2012 Kl. 11:20
Umræðu um dagskrárliðinn var frestað.

4) 170. mál - lyfjalög Kl. 09:05
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 170. mál um lyfjalög. Formaður dreifði drögum að nefndaráliti með breytingatillögu og lagði til að málið yrði afgreitt frá nefndinni. Var það samþykkt. Breytingin felur í sér að í stað þess að fresta enn á ný gildistöku banns við veitingu afslátta af lyfjum í smásölu er lagt til að ákvæði er bannar afslætti af lyfjum í smásölu verði fellt brott. Í stað þess að breyta lögum nr. 97/2008, sem breyttu lyfjalögum, nr. 93/1994, er því lagt til að lyfjalögum verði breytt. Að álitinu standa ÁI, JRG, KLM, VBj, PHB, UBK,EyH, GStein.

5) 147. mál - heilbrigðisstarfsmenn Kl. 11:20
Framsögumaður KLM lagði til að umræðu um dagskrárliðinn yrði frestað. Var það samþykkt.

6) Önnur mál. Kl. 11:25
EyH bar upp ósk um að haldinn yrði fundur um barnaverndarúrræði. Formaður tilkynnti að fyrir lægju nokkrar fundarbeiðnir um svipuð mál og að reynt yrði að koma á fundi sem fyrst.

Fleira var ekki rætt
AT boðaði forföll vegna veikinda.
BirgJ var fjarverandi og KLM var fjarverandi til kl. 9:48 vegna fundar í fjárlaganefnd.

Fundi slitið kl. 11:25