14. fundur
velferðarnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 28. nóvember 2011 kl. 09:35


Mættir:

Álfheiður Ingadóttir (ÁI) formaður, kl. 09:35
Amal Tamimi (AT) fyrir LGeir, kl. 09:35
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 09:43
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 10:06
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 09:35
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 09:35
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:35

Nefndarritari: Hildur Eva Sigurðardóttir

Bókað:

1) Fundargerðir síðustu funda. Kl. 09:35
Formaður dreifði drögum að fundargerð 12. fundar og tók þau til umræðu. Fundargerðin var samþykkt.

2) 1. mál - fjárlög 2012 Kl. 09:36
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 1. mál um fjárlög 2012 og fékk á sinn fund Guðríði Ólafsdóttur, Höllu B. Þorkelsson, Hjördísi Önnu Haraldsdóttir, Lilju Þorgeirsdóttur og Sigríði Hönnu Ingólfsdóttur frá Öryrkjabandalagi Íslands. Ræddu gestir sjónarmið sín varðandi einstaka þætti frumvarpsins og dreifðu gögnum til nefndarinnar. Þá komu á fund nefndarinnar Auður Ólafsdóttir, Haraldur Sæmundsson og Kristján Hjálmar Ragnarsson frá félagi sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara. Dreifðu þau gögnum til nefndarmanna og fóru yfir einstaka þætti fjárlagafrumvarpsins.

3) Frv. um breyt. á lögum nr. 107/2009 um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja í kjölfar banka- og gjaldeyrishrunsins. Kl. 10:35
Nefndin tók til umfjöllunar drög sín að frumvarpi til breytinga á lögum nr. 107/2009, um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja í kjölfar banka- og gjaldeyrishrunsins. Á fund nefndarinnar komu Einar Georgson frá Arion Banka, Haukur Agnarsson frá Landsbankanum, Dýrleif Guðjónsdóttir frá Íslandsbanka og Jóna Björk Guðnadóttir frá Samtökum fjármálafyrirtækja. Samtökin höfðu fengið frumvarpsdrög nefndarinnar send til umsagnar. Gerðu gestir grein fyrir athugasemdum sínum um drögin og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Bætt heilbrigðisþjónusta og heilbrigði ungs fólks á aldrinum 14-23 ára. Kl. 11:05
Nefndin tók til umfjöllunar skýrslu starfshóps velferðarráðherra um bætta heilbrigðisþjónustu og heilbrigði ungs fólks á aldrinum 14-23 ára. Á fund nefndarinnar komu úr starfshópnum: Katrín Davíðsdóttir formaður, Auður Axelsdóttir, Sigurlaug Hauksdóttir og Sveinbjörn Krsitjánsson auk Bryndísar Þorvaldsdóttur frá velferðarráðuneyti. Fóru gestir yfir efni skýrslunnar og svöruðu spurningum nefndarmanna. Þar sem ekki náðist að ljúka yfirferðinni lagði formaður til að gestir yrðu boðaðir á næsta fund nefndarinnar til að halda áfram umfjöllun og yfirferð. Var það samþykkt.

5) Önnur mál. Kl. 12:01
Fleira var ekki rætt.

BirgJ var fjarverandi, UBK var fjarverandi vegna veikinda og KLM vegna annarra þingstarfa.


Fundi slitið kl. 12:02