23. fundur
velferðarnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 15. desember 2011 kl. 15:16


Mættir:

Álfheiður Ingadóttir (ÁI) formaður, kl. 15:16
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 15:16
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 15:16
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 15:16
Kristján L. Möller (KLM), kl. 15:16
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 15:16
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 15:16
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 15:16
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 15:16

Nefndarritari: Hildur Eva Sigurðardóttir

Bókað:

1) 360. mál - umboðsmaður skuldara Kl. 15:16
Formaður tók málið til umfjöllunar og kynnti nefndarmönnum að í ljósi þeirra breytingartillagna sem meiri hluti nefndarinnar lagði til á þskj. 505 þyrfti að breyta hlutfallstölu 5. gr. frumvarpsins til að gjaldið yrði ekki umfram áætlaðan rekstrarkostnað umboðsmanns skuldara. Nefndin ræddi málið og samþykkti að flytja breytingartillögu.

2) Önnur mál. Kl. 15:21
Fleira var ekki rætt.
EyH var fjarverandi.

Fundi slitið kl. 15:21