25. fundur
velferðarnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 18. janúar 2012 kl. 09:12


Mættir:

Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:12
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 09:12
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 09:12
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR) fyrir PHB, kl. 09:12
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 09:12

Nefndarritari: Hildur Eva Sigurðardóttir

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 09:12
1. varaformaður (JRG) stýrði fundi og dreifði drögum að fundargerð 24. fundar. Hún var samþykkt.

2) Endurskoðun almannatryggingakerfisins. Kl. 09:13
Nefndin tók til umfjöllunar endurskoðun almannatrygginga og fékk á sinn fund Árna Gunnarsson formann starfshóps um endurskoðun almannatrygginga og Ágúst Þór Sigurðsson og Hildi Sverrisdóttir Röed frá velferðarráðuneyti og starfsmenn starfshópsins. Fóru gestir yfir vinnu hópsins og stöðu endurskoðunarinnar auk þess að svara spurningum nefndarmanna.

3) 147. mál - heilbrigðisstarfsmenn Kl. 10:08
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 147. mál og fékk á sinn fund Geir Gunnlaugsson landlækni, Önnu Björg Aradóttur frá embætti landlæknis og Guðríði Þorsteinsdóttur, Guðrúnu W. Jensdóttur, Sindra Kristjánsson og Vilborgu Ingólfsdóttur frá velferðarráðuneyti. Nefndarmenn spurðu gesti spurninga í tengslum við málið og ræddu einstaka þætti þess.

4) 21. mál - reglubundnar árlegar heimsóknir til eldri borgara í forvarnaskyni Kl. 10:44
Umræðu um dagskrárliðinn var frestað.

5) Önnur mál. Kl. 10:45
Fleira var ekki rætt.

ÁI boðaði forföll, EyH var fjarverandi vegna veikinda og KLM vegna annarra þingstarfa. Þá voru BirgJ og VBj fjarverandi.

Fundi slitið kl. 10:45