27. fundur
velferðarnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 30. janúar 2012 kl. 09:35


Mættir:

Álfheiður Ingadóttir (ÁI) formaður, kl. 09:35
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 09:35
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 09:35
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 10:01
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 09:35
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 09:35
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR) fyrir PHB, kl. 09:35
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 09:42
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:35

Nefndarritari: Hildur Eva Sigurðardóttir

Bókað:

1) Fundargerðir síðustu funda. Kl. 09:36
Formaður dreifði drögum að fundargerðum 25. og 26. fundar. Voru þær samþykktar.

2) Eftirlit og ábyrgð með ígræddum lækningatækjum. Kl. 09:40
Nefndin tók til umfjöllunar eftirlit og ábyrgð með ígræddum lækningatækjum. Á fund nefndarinnar komu Saga Ýrr Jónsdóttir og Kolbrún Jónsdóttir og gerðu grein fyrir sínum sjónarmiðum til málsins auk þess að svara spurningum nefndarmanna. Kolbrún dreifði gögnum tengdum pip-brjóstapúðum. Því næst komu á fund nefndarinnar Þorbjörn Jónsson og Dögg Pálsdóttir frá Læknafélagi Íslands og Þórdís Kjartansdóttir frá Félagi íslenskra lýtalækna. Gerðu þau grein fyrir sjónarmiðum sínum til málefnisins og svöruðu spurningum nefndarmanna. Þá dreifðu þau minnisblaði frá Læknafélagi Íslands til nefndarmanna. Að síðustu komu á fund nefndarinnar Geir Gunnlaugsson landlæknir og Anna Björg Aradóttir og Birna Sigurbjörnsdóttir frá embætti landlæknis. Fóru þau yfir sjónarmið embættisins auk þess að svara spurningum nefndarmanna. Þá dreifðu þau gögnum til nefndarmanna.

3) 307. mál - málefni aldraðra og heilbrigðisþjónusta Kl. 09:37
Nefndin tók til umfjöllunar 307. mál. Lagt var til að KLM yrði framsögumaður málsins og var það samþykkt. Jafnframt var samþykkt að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti.

4) 440. mál - framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014 Kl. 09:38
Nefndin tók til umfjöllunar 440. mál. JRG tók að sér framsögu í málinu ásamt LGeir. Lögðu þau til að málið yrði sent til umsagnar og veittur tveggja vikna frestur til að skila inn umsögnum. Var það samþykkt.

5) Önnur mál. Kl. 12:13
Fleira var ekki rætt.

KLM boðaði forföll vegna annarra þingstarfa. JRG og BirgJ viku af fundi kl. 12:06 vegna annarra þingstarfa.

Fundi slitið kl. 12:14