28. fundur
velferðarnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 1. febrúar 2012 kl. 09:05


Mættir:

Álfheiður Ingadóttir (ÁI) formaður, kl. 09:39
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 10:49
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 09:05
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 09:05
Kristján L. Möller (KLM), kl. 09:30
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 09:05
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR) fyrir PHB, kl. 09:05
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 09:05

Nefndarritari: Hildur Eva Sigurðardóttir

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 09:05
1. varaformaður (JRG) stýrði fundi þar til formaður mætti og eftir að formaður vék af fundi. Drögum að fundargerð 27. fundar var dreift og þau samþykkt.

2) 21. mál - reglubundnar árlegar heimsóknir til eldri borgara í forvarnaskyni Kl. 09:05
Nefndin hélt áfram umfjöllun um 21. mál. Framsögumaður (EyH) dreifði drögum að nefndaráliti um málið sem tekin voru til umræðu. Lagði hún til að málið yrði afgreitt. Það var samþykkt. KLM og ÁI létu vita að þau yrðu með á álitinu en þau voru fjarverandi við afgreiðslu þess. Að nefndaráliti standa: EyH, ÁI, JRG, LGeir, KLM, RR, UBK.

3) Eftirlit og ábyrgð með ígræddum lækningatækjum. Kl. 09:22
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um eftirlit og ábyrgð með ígræddum lækningatækjum frá síðasta fundi. Á fundinn komu Áslaug Einarsdóttir, Sindri Kristjánsson og Vilborg Ingólfsdóttir frá velferðarráðuneyti og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 147. mál - heilbrigðisstarfsmenn Kl. 10:40
Nefndin hélt áfram umfjöllun um 147. mál. Formaður dreifði drögum að nefndaráliti með breytingartillögu sem nefndin ræddi.

5) Málefni líknardeildar á Landakoti. Kl. 10:49
Nefndin tók til umfjöllunar málefni líknardeildar á Landakoti og fékk á sinn fund Helga Ágústsson, Tryggva Gíslason og Örn Bárð Jónsson frá Hollvinasamtökum líknardeilda Landspítalans, Pálma V. Jónsson, Karenu Eiríksdóttur og Bryndísi Gestsdóttur frá Líknardeild Landspítalans Landakoti og Vilhelmínu Haraldsdóttir og Ingibjörgu Hjaltadóttur frá Landspítala-háskólasjúkrahúsi. Nefndin ræddi málið við gesti sem gerðu grein fyrir sínum sjónarmiðum og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) Önnur mál. Kl. 12:04
Fleira var ekki rætt.
VBj boðaði forföll og GStein var fjarverandi vegna annarra þingstarfa. EyH vék af fundi kl. 10:50 vegna annarra þingstarfa og ÁI vék af fundi kl. 10:30 og kom aftur kl. 11:00

Fundi slitið kl. 12:05