30. fundur
velferðarnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 15. febrúar 2012 kl. 09:06


Mættir:

Davíð Stefánsson (DSt) fyrir ÁI, kl. 09:06
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 09:06
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:06
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 09:06
Kristján L. Möller (KLM), kl. 09:50
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 09:06
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 09:06

Nefndarritari: Hildur Eva Sigurðardóttir

Bókað:

1) Fundargerðir síðustu funda. Kl. 09:06
1. varaformaður (JRG) stýrði fundi í fjarveru formanns og lagði fram drög að fundargerð 28. fundar. Var hún samþykkt.

2) Starfshópar um húsnæðismál til að vinna úr skýrslu samráðshóps um húsnæðisstefnu. Kl. 09:07
Lúðvík Geirsson 2. varaformaður og formaður starfshóps um húsnæðisbótakerfi gerði grein fyrir starfi hópsins og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) Ákvörðun velferðarráðherra um aðgerðir vegna pip-brjóstapúðamálsins Kl. 09:25
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og Sindir Kristjánsson, Sveinn Magnússon og Vilborg Ingólfsdóttir frá velferðarráðuneyti komu á fund nefndarinnar og gerðu grein fyrir ákvörðun velferðarráðherra um aðgerðir vegna PIP-brjóstapúðamálsins auk þess að svara spurningum nefndarmanna.

4) 307. mál - málefni aldraðra og heilbrigðisþjónusta Kl. 10:30
Nefndin hélt áfram umfjöllun um 307. mál og fékk á sinn fund Bryndísi Þorvaldsdóttur, Vilborgu Ingólfsdóttur og Þorgerði Benediktsdóttur frá velferðarráðuneyti. Kynntu þær efni frumvarpsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 147. mál - heilbrigðisstarfsmenn Kl. 11:20
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 147. mál og fékk á sinn fund Guðríði Þorsteinsdóttur og Vilborgu Ingólfsdóttur frá velferðarráðuneyti. Svöruðu þær spurningum nefndarmanna um einstök atriði. Þá ræddi nefndin drög að nefndaráliti og breytingartillögum og breytingar á þeim.

6) 440. mál - framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014 Kl. 11:26
Umræðu um dagskrárliðinn var frestað.

7) Önnur mál. Kl. 11:27
Fleira var ekki rætt.
RR boðaði forföll vegna veikinda og VBj vegna annarra þingstarfa. BirgJ var fjarverandi.

Fundi slitið kl. 11:27