31. fundur
velferðarnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 20. febrúar 2012 kl. 09:36


Mættir:

Davíð Stefánsson (DSt), kl. 09:36
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 09:47
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:36
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 09:36
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 09:36
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 09:36
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 09:36

Nefndarritari: Benedikt Sveinbj. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerðir síðustu funda. Kl. 09:36
Fyrir fundinn voru lögð drög af fundargerðum 29. og 30. funda nefndarinnar. Gerðardrögin voru samþykkt án athugasemda.

2) 440. mál - framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014 Kl. 09:37
Á fund nefndarinnar komu Lára Björnsdóttir og Rósa Bergþórsdóttir frá velferðarráðuneytinu. Gestirnir kynntu nefndinni þingmálið og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.

3) 147. mál - heilbrigðisstarfsmenn Kl. 10:39
Nefndin ræddi málið.

4) 307. mál - málefni aldraðra og heilbrigðisþjónusta Kl. 10:46
Á fund nefndarinnar kom Magnús Þorgrímsson. Gesturinn kynnti nefndinni afstöðu sína til þingmálsins. Að því loknu svaraði hann spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál. Kl. 11:46
DSt mætti fyrir ÁI en yfirgaf fundinn kl. 11:40.
KLM og VBj voru fjarverandi vegna annarra þingstarfa.
Fleira var ekki rætt á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 11:48