32. fundur
velferðarnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 22. febrúar 2012 kl. 09:05


Mættir:

Álfheiður Ingadóttir (ÁI) formaður, kl. 09:05
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:23
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 09:05
Kristján L. Möller (KLM), kl. 09:13
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 09:05
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 09:05
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 09:05
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:05

Nefndarritari: Hildur Eva Sigurðardóttir

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 09:05
Umræðu um dagskrárliðinn var frestað.

2) 307. mál - málefni aldraðra og heilbrigðisþjónusta Kl. 09:05
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 307. mál. Á fund nefndarinnar komu Grétar Snær Hjartarsson og Ragnheiður Stephensen frá Landssambandi eldri borgara. Gerðu þau grein fyrir sjónarmiðum sambandsins og svöruðu spurningum nefndarmanna. Þá kom á fundinn Svava Aradóttir frá Félagi áhugafólks og aðstandenda alzheimersjúklinga. Greindi hún frá sjónarmiðum félagsins og svaraði spurningum nefndarmanna. Því næst komu á fundinn Inga Valgerður Kristinsdóttir og Unnur V. Ingólfsdóttir frá vistunarmatsnefnd heilbrigðisumdæmis höfuðborgarsvæðisins og Unnur Þormóðsdóttir frá vistunarmatsnefnd heilbrigðisumdæmis Suðurlands. Þær svöruðu spurningum nefndarmanna og fóru yfir sín sjónarmið í málinu. Að síðustu komu á fund nefndarinnar Gísli Páll Pálsson og Pétur Magnússon frá Samtökum fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 147. mál - heilbrigðisstarfsmenn Kl. 11:08
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 147. mál. Uppfærðum drögum að nefndaráliti með breytingartillögu var dreift og þau rædd.

4) Önnur mál. Kl. 11:27
Fleira var ekki rætt.

BirgJ og EyH voru fjarverandi. KLM vék af fundi kl. 10:50 vegna annarra þingstarfa.

Fundi slitið kl. 11:27