34. fundur
velferðarnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 29. febrúar 2012 kl. 09:05


Mættir:

Álfheiður Ingadóttir (ÁI) formaður, kl. 09:05
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 09:05
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 10:03
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 09:05
Kristján L. Möller (KLM), kl. 09:27
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 09:05
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 09:05

Nefndarritari: Hildur Eva Sigurðardóttir

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 09:05
Formaður dreifði drögum að fundargerð 33. fundar sem voru samþykkt.

2) 307. mál - málefni aldraðra og heilbrigðisþjónusta Kl. 09:06
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 307. mál og fékk á sinn fund Dögg Pálsdóttur frá Læknafélagi Íslands og Halldóru Jóhannesdóttur og Hallveigu Thordarson. Gerður gestir grein fyrir sjónarmiðum til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Kl. 10:00 - Heimsókn nefndarinnar til Landlæknisembættisins, Barónsstíg 47. Kl. 10:03
Formaður frestaði fundi kl. 9:55 sem var áframhaldið kl. 10:03 í húsnæði Landlæknisembættisins, Barónstíg 47. Þar tók á móti nefndinni Geir Gunnlaugsson landlæknir og Anna Björg Aradóttir, Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Haraldur Briem, Jón Baldursson, Sigríður Egilsdóttir frá embætti Landlæknis. Kynntu þau starfsemi embættisins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál. Kl. 12:00
Fleira var ekki rætt.

BirgJ var fjarverandi, RR boðaði forföll og VBj vegna annarra þingstarfa.

Fundi slitið kl. 12:00