36. fundur
velferðarnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 6. mars 2012 kl. 13:05


Mættir:

Álfheiður Ingadóttir (ÁI) formaður, kl. 13:05
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 14:21
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 13:05
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 13:05
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 13:05
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 13:05
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 13:05
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 13:05

Nefndarritari: Hildur Eva Sigurðardóttir

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 13:05
Formaður dreifði drögum að fundargerð 35. fundar sem voru samþykkt.

2) 440. mál - framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014 Kl. 13:05
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 440. mál og fékk á sinn fund Freyju Haraldsdóttur og Emblu Ágústdóttur frá NPA-miðstöðinni svf. Gerðu þær grein fyrir sjónarmiðum og athugasemdum sínum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna. Þá kom á fundinn Rannveig Traustadóttir frá Rannsóknarsetri í fötlunarfræðum og fór yfir sjónarmið sín og athugasemdir við málið auk þess að svara spurningum nefndarmanna.

3) 256. mál - sjúkratryggingar og lyfjalög Kl. 14:20
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 256. mál og fékk á sinn fund Einar Magnússon, Guðlín Steinsdóttur og Steinunni M. Lárusdóttur frá velferðarráðuneyti, Haldór Gunnar Haraldsson frá Sjúkratryggingum Íslands og Sigríði Haraldsdóttur frá embætti landlæknis. Ræddi nefndin einstök atriði málsins við gesti sem svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 307. mál - málefni aldraðra og heilbrigðisþjónusta Kl. 15:43
Umræðu um dagskrárliðinn var frestað.

5) 147. mál - heilbrigðisstarfsmenn Kl. 15:43
Umræðu um dagskrárliðinn var frestað.

6) 334. mál - starfskjör launafólks og skyldutrygging lífeyrisréttinda Kl. 15:43
Nefndin tók til umfjöllunar 334. mál og samþykkti að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti. Þá var samþykkt að fresta ákvörðun um framsögumann.

7) 120. mál - heilbrigðisþjónusta í heimabyggð Kl. 15:44
Nefndin tók til umfjöllunar 120. mál og samþykkti að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti. Þá var samþykkt að fresta ákvörðun um framsögumann.

8) Önnur mál. Kl. 15:45
Fleira var ekki rætt.

BirgJ var fjarverandi og KLM boðaði forföll vegna veikinda.
LGeir vék af fundi kl. 14:45 vegna annarra þingstarfa.

Fundi slitið kl. 15:45