39. fundur
velferðarnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 14. mars 2012 kl. 09:05


Mættir:

Álfheiður Ingadóttir (ÁI) formaður, kl. 09:05
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 09:05
Kristján L. Möller (KLM), kl. 09:20
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 09:05
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 09:05
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 09:05
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:05

Nefndarritari: Hildur Eva Sigurðardóttir

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 09:05
Formaður dreifði drögum að fundargerð 38. fundar sem voru samþykkt.

2) Bætt heilbrigðisþjónusta og heilbrigði ungs fólks á aldrinum 14-23 ára. Kl. 08:17
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um skýrslu starfshóps velferðarráðherra um bætta heilbrigðisþjónustu og heilbrigði ungs fólks á aldrinum 14-23 ára en nefndin hafði haldið tvo fundi um málið í nóvember sl. Á fundinn komu Katrín Davíðsdóttir formaður starfshópsins, Auður Axelsdóttir, Helga Ágústsdóttir og Sigurlaug Hauksdóttir fóru þær yfir skýrsluna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Kostnaður við tæknifrjóvganir. Kl. 10:10
Nefndin tók til umfjöllunar kostnað við tæknifrjóvganir og fékk á sinn fund Rósu Hlín Sigfúsdóttur og Sonju Lind Estrajher Eyglóardóttur. Greindu þær frá sjónarmiðum sínum til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna. Þá komu á fundinn Einar Magnússon og Hrönn Ottósdóttir frá velferðarráðuneyti og svöruðu spurningum nefndarmanna. Undir lok fundar leyfði formaður Rósu Hlín og Sonju Lind að spyrja fulltrúa ráðuneytis spurninga sem þeir svöruðu.

4) 256. mál - sjúkratryggingar og lyfjalög Kl. 11:24
Nefndin hélt áfram umfjöllun um 256. mál. Formaður fór yfir ýmis álitamál sem nefndin ræddi.

5) 50. mál - félagsleg aðstoð Kl. 11:23
Nefndin tók til umfjöllunar málsmeðferð 50. máls. Formaður tilkynnti að EyH hefði boðið sig fram sem framsögumaður málsins og lagði til að það yrði samþykkt. Það var gert.

6) Önnur mál. Kl. 11:45
Fleira var ekki rætt.

BirgJ og GStein voru fjarverandi og EyH var fjarverandi vegna veikinda.

Fundi slitið kl. 11:45