42. fundur
velferðarnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 26. mars 2012 kl. 09:01


Mættir:

Álfheiður Ingadóttir (ÁI) formaður, kl. 09:01
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 09:01
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 11:08
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:01
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 09:01
Kristján L. Möller (KLM), kl. 09:01
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 09:01
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 09:06
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:55

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 09:01
Formaður dreifði drögum að fundargerð 41. fundar sem voru samþykkt.

2) 290. mál - barnalög Kl. 09:02
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 290. mál. Nefndin fékk á fund sinn Braga Guðbrandsson og Heiðu Björg Pálmadóttur frá Barnaverndarstofu og Margrét Stefánsdóttur frá Mannréttindaskrifstofu Íslands. Þá var haldinn símafundur með Ingibjörgu Elíasdóttur hjá Jafnréttisstofu. Gerðu þau grein fyrir umsögnum sínum og sjónarmiðum varðandi málið.

3) Gæði og öryggi sjúkraflutninga. Kl. 10:20
Nefndin fékk á fund sinn Kristján Sturluson og Guðmund Jóhannsson. Gerðu þeir grein fyrir athugasemdum sínum um gæði sjúkraflutninga.

4) 147. mál - heilbrigðisstarfsmenn Kl. 10:58
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 147. mál og fjallaði um upplýsingaskyldu heilbrigðisstarfsmanna. Nefndin fékk á fund sinn Guðríði Þorsteinsdóttur, Vilborgu Ingólfsdóttur og Sindra Kristjánsson frá velferðarráðuneytinu og Geir Gunnlaugsson landlækni, Önnu Björg Aradóttur og Kristrúnu Karlsdóttur frá embætti landlæknis. Gerðu þau grein fyrir sjónarmiðum sínum til málsins.

5) 256. mál - sjúkratryggingar og lyfjalög Kl. 12:00
Umfjöllun um málið var frestað.

6) Önnur mál. Kl. 12:00
Fleira var ekki rætt.

UBK var fjarverandi. KLM vék af fundi kl. 10:20 vegna annarra þingstarfa.

Fundi slitið kl. 12:10