47. fundur
velferðarnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 16. apríl 2012 kl. 10:10


Mættir:

Álfheiður Ingadóttir (ÁI) formaður, kl. 10:10
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 10:18
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 10:10
Kristján L. Möller (KLM), kl. 10:10
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 10:10
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 10:10
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 10:10
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 11:18

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 10:10
Formaður dreifði drögum að fundargerð síðasta fundar sem voru samþykkt.

2) 476. mál - ætlað samþykki við líffæragjafir Kl. 10:40
Lagður var fram listi yfir umsagnaraðila sem var samþykktur. Nefndin ákvað að veita umsagnarfrest til 26. apríl og að ÁI myndi vera framsögumaður nefndarinnar.

3) 679. mál - landlæknir og lýðheilsa Kl. 11:05
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 679. mál. Formaður reifaði drög að frekari breytingum á lögum nr. 41/2007, um landlækni og lýðheilsu. Ákveðið var að málið yrði aftur á dagskrá nefndarinnar þann 25. apríl og nefndin myndi þá fá gesti á sinn fund.

4) Önnur mál. Kl. 10:45
RR vék máls á málsmeðferð kvartana og erinda sem berast til landlæknis og óskaði eftir upplýsingum þar um frá embættinu. Nefndin tók undir sjónarmið hennar og upplýsingabeiðni.

BirgJ og GStein voru fjarverandi. KLM vék af fundi kl. 10:30.

Fundi slitið kl. 11:35