48. fundur
velferðarnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 18. apríl 2012 kl. 08:32


Mættir:

Álfheiður Ingadóttir (ÁI) formaður, kl. 08:32
Björgvin G. Sigurðsson (BjörgvS) fyrir KLM, kl. 09:37
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 08:37
Huld Aðalbjarnardóttir (HuldA) fyrir EyH, kl. 08:32
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 08:32
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 08:32
Magnús Orri Schram (MSch) fyrir VBj, kl. 09:37
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 08:32
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 09:52

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 08:32
Varaformaður dreifði drögum að fundargerð síðasta fundar. BirgJ gerði athugasemd við fundargerðina síðar á fundinum. Athugasemdin laut að skráningu hennar á fundina sem áheyrnarfulltrúi. Varaformaður samþykkti að skoða hvort hægt væri að haga skráningum á annan hátt.

2) Pappírslaus nefnd. Kl. 08:32
Fulltrúar frá tölvudeild Alþingis komu á fund nefndarinnar og fóru yfir almenn atriði varðandi pappírslausa vinnu nefndarinnar það sem eftir lifir 140. þingi.

3) 290. mál - barnalög Kl. 09:48
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 290. mál. Á fund nefndarinnar komu Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, og Bára Sigurjónsdóttir frá embætti umboðsmanns barna og gerðu þær grein fyrir afstöðu sinni til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna. Þegar þær höfðu yfirgefið fundinn komu á fund nefndarinnar Heimir Hilmarsson og Lúðvík Börkur Jónsson frá Félagi um foreldrajafnrétti og gerðu grein fyrir afstöðu og athugasemdum sínum og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 256. mál - sjúkratryggingar og lyfjalög Kl. 09:04
Formaður dreifði drögum að nefndaráliti í 256. máli og lagði til að málið yrði afgreitt úr nefndinni sem var samþykkt. Að nefndaráliti meirihluta standa ÁI, JRG, LGeir, BjörgvS og MSch.

5) Önnur mál. Kl. 11:15
Fleira var ekki rætt.

ÁI yfirgaf fundinn kl. 9:44.
BirgJ áheyrnarfulltrúi yfirgaf fundinn kl. 10:35.
MSch yfirgaf fundinn kl. 9:38
BjörgvS yfirgaf fundinn kl. 9:38.
KLM boðaði forföll vegna veikinda.

Fundi slitið kl. 11:15